Beint í efni

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað ungkálfa

08.10.2020

RML hefur nú gefið út bækling um fóðrun og aðbúðnað ungkálfa á mjólkurskeiði. Kallað hefur verið eftir auknu fræðsluefni um nautakjötsframleiðslu og lagði Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, í samstarfi við Framleiðnisjóð, af stað í gerð fræðsluefnis um nautakjötsframleiðslu. Er stefnan að gera röð bæklinga með mismunandi tímabil framleiðslunnar í huga.

Nú er fyrsta afurðin í þessari röð komin út en fjallar sá bæklingur um ungkálfa á mjólkurskeiði. Þessi bæklingur á jafnt við nautakjöts- og mjólkurframleiðslu. Lifandi og heilbrigðir kálfar eru lykilatriði í framleiðslu kjöts og mjólkur eða eins og sagt er: „Lengi býr að fyrstu gerð!“. Hér er um að ræða einstaklega viðkvæmt tímabil og mistök á þessu tímabili geta litað allt líf kálfsins í lélegra heilsufari og minni vexti. Farið er í gegnum fyrstu tíma kálfsins, mikilvægi broddmjólkur, mjólkur-, kjarnfóður- og gróffóðurgjöf og aðbúnað en ef þessi atriði eru í lagi skilar það bóndanum betri gripum og auknum hagnaði. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu RML og í hlekk hér að neðan.

Fyrstu skrefin – Um fóðrun og aðbúnað ungkálfa á mjólkurskeiði
Fóðurráðgjöf
Nautakjötsframleiðsla