B. Jensen ehf. hækkar verð til kúabænda
30.06.2005
Fyrirtækið B. Jensen ehf. hefur nú hækkað verð sín til kúabænda og greiðir eftir breytinguna hæstu verð í 5 flokkum, auk þess sem að greiða hæstu verð fyrir holdanaut á landinu. Jafnframt hefur greiðslukjörum verið breytt verulega og greiðir fyrirtækið nú bændum 15 dögum eftir slátrun í stað
25. dag næsta mánaðar.
Samkvæmt reiknilíkani LK um verðmæti sláturgripa greiðir fyrirtækið eftir verðbreytinguna 4. hæsta verðið á landinu í heild. Jafnframt hefur eftir þessa verðbreytingu jafnast mun meira verð allra sláturleyfishafa og munar nú 3,2% hæsta og lægsta verði og hefur munurinn ekki verið minni áður.
Smelltu hér til þess að skoða verðskrá sláturleyfishafa