Beint í efni

Ávörpum lokið, erindi í gangi

26.03.2010

Nú er ávörpum og umræðum um skýrslu stjórnar LK lokið. Dagskrá fundarins eftir hádegið er m.a. sú að flutt eru ýmis fróðleg erindi:

1. Skuldamál kúabænda og úrlausnir þeirra, Runólfur Sigursveinsson hérðasráðunautur BSSL

2. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, Þórólfur Sveinsson, fv. formaður LK og verkefnisstjóri LK í Evrópumálum

3. Efnahagsleg staða greinarinnar og framtíðarhorfur, Daði Már Kristófersson, hagfræðingur

4. Stefnumörkun LK og Auðhumlu, Einar Sigurðsson forstjóri MS 

 Í kjölfar erindanna verða umræður og þá munu nefndir hefja störf við ályktanir aðalfundarins. Reiknað er með að fundi verði frestað til morguns um kl. 18:30.

 

Minnt er á að hægt er að fylgjast með framsögum í beinni útsendingu hér á vefnum, með því að smella á hlekk í dálki hægramegin á síðunni.

 

Framlögð erindi verða öll aðgengileg hér á vefnum síðar.