Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Austurríki veðjar á hollustu mjólkur!

17.09.2012

Austurrísk stjórnvöld, ásamt þarlendum samtökum um sölu á austurrískum landbúnaðarvörum, hafa nú hleypt af stokkunum sameiginlegri þriggja ára herferð sem hefur sérstaka áherslu á hollustu mjólkur og verndandi áhrif mjólkur. Það sem er sérstakt við átakið er að það er fjármagnað að fullu af opinberum aðilum, þ.e. 50% af austurrískum stjórnvöldum og 50% greiðast svo af sérstökum átakssjóði Evrópusambandsins sem hefur það hlutverk að styðja verkefni sem upphefja sölu á heimaframleiddum vörum í stað innfluttra.

 

Þetta verkefni, sem hlotið hefur nafnið „Krönender Genuss“ hefur fengið 6 milljónir evra í styrk eða um 950 milljónir króna. Þetta er í þriðja skipti sem austurrískir kúabændur njóta stuðnings til átaksverkefnis með áþekka fjármögnun og er það eftirtektarverður árangur í þeirri samkeppni sem ríkir um fjárframlög. Þessum árangri geta þarlendir kúabændur þakkað sérstöku markaðsfélagi austurrískra bænda, Agrarmarkt Austria (AMA), sem hefur það eina hlutverk að upphefja sölu á austurrískum landbúnaðarvörum/SS.