Aukning í sölu nautgripakjöts fjórða mánuðinn í röð !
27.01.2004
Um 19,7 tonna söluaukning varð á nautgripakjöti í desember 2003 miðað við sama mánuð 2002, eða tæplega 9%. Er þetta fjórði mánuðurinn í röð sem söluaukning verður, og ef tímabilið frá september til desember 2003 er borið saman við sama tímabil árið 2002, hefur orðið 67,5 t söluaukning eða 6,1%. Skýringu á söluaukningu í desember síðastliðnum er væntanlega að finna í auglýsingaátaki sem sýndi nautakjöt sem vænlegan kost á borðum landsmanna um áramótin.
Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um framleiðslu og sölu.