Beint í efni

Auknar kröfur til mjaltaþjóna

28.08.2006

Frá 1. janúar sl. hefur í löndum ESB aðeins mátt setja upp mjaltaþjóna sem geta með sjálfvirkum hætti skilið ósöluhæfa mjólk frá. Þessar kröfur eru hluti af nýjum kröfum sambandsins um mjólkurgæði, sem segja að athuga skuli mjólk úr hverri kú, annað hvort af þeim sem mjólkar, eða með öðrum jafngildum hætti.

Sem stendur eru engir mjaltaþjónar með slíkum útbúnaði, DeLaval og Lely eru með búnaði sem skilur sjálfvirkt ósöluhæfa mjólk frá, en ekki við þau mörk sem sett eru. Allir framleiðendur mjaltaþjóna vinna að þróun á búnaði sem uppfyllir kröfurnar. Enn hafa ekki verið settar reglur um hversu langur aðlögunartími verður gefinn, reiknað er með að hann verði eitt ár. Að honum liðnum verða mjaltaþjónarnir að uppfylla áðurnefndar kröfur. Ýtarleg umfjöllun er um málið á þemasíðu Landscentret um mjaltaþjóna.