Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Aukin notkun á ostadufti

08.09.2017

Neytendur kaupa nú orðið æ oftar allskonar tilbúna rétti, skyndibita og snakk sem innihalda ostaduft og svo virðist sem víða erlendis sé neysla á einmitt vörum sem innihalda ostaduft að aukast frá því sem áður var. Enn sem komið er, er notkunin á duftuðum ostum lang mest í Bandaríkjunum en þar er áralöng hefð fyrir notkun á þessari sérstöku mjólkurvöru. Samhliða aukinni neyslu mjólkurvara í Asíu og aukinni þekkingu matreiðslufólks í þeirri heimsálfu á nýtingu ólíkra mjólkurvara hefur notkun á ostadufti aukist jafnt og þétt og er Asíu-markaðurinn nú sá markaður sem er í mestum vexti þegar horft er til sölu á ostadufti.

Þetta eru auðvitað afar góð tíðindi fyrir kúabændur og afurðastöðvar og spáir markaðsrannsóknafyrirtækið Allied Market Research mikilli aukningu á sölu á ostadufti á komandi árum/SS.