Beint í efni

Aukin framleiðsla af sama landi

12.07.2012

Í Nýja-Sjálandi hefur mjólkurframleiðsla aukist síðasta áratuginn rétt eins og víða annarsstaðar. Það sem er þó nokkuð óvenjulegt er að framleiðslan hefur vaxið töluvert þrátt fyrir að búin noti sama landið til beitar. Skýringuna er að finna í stórbættum árangri við beitarstjórnun og því samhliða kynbótum á bæði grastegundum og gripum.

 

Samkvæmt gögnum nýsjálenska landbúnaðarráðuneytisins hefur áburðarnotkun ekki vaxið í hlutfalli við auknar afurðir, sem bendir til afar góðrar nýtingar beitarinnar. Annað sem hefur jafnframt gerst á liðnum áratug er að kúabændur í mjólkurframleiðslu hafa yfirtekið stór landssvæði sem áður voru nýtt í sauðfjárrækt eða nautakjötsframleiðslu enda kjötframleiðslan ekki með nærri sömu framlegð af hverjum hektara og mjólkurframleiðslan. Á þessum áratug hefur fjöldi sauðfjár dregist saman um 11% og 8% fækkun hefur orðið á holdanautum í Nýja-Sjálandi frá árinu 2002/SS.