Beint í efni

Aukin dýravelferð er forgangsmál

08.09.2016

Bændasamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um nýtt ákvæði í búvörulögum sem kveður á um að fella niður opinberan stuðning við bændur sem sakfelldir eru fyrir brot á lögum um velferð dýra.

Aukin velferð dýra í íslenskum landbúnaði er eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna. Þau vilja þó minna á að sem betur fer heyra gróf brot til algjörra undantekninga. Bændasamtökin hafa unnið með stjórnvöldum að innleiðingu nýrra og framsækinna laga og reglugerða um dýravelferð sem bæta aðbúnað enn frekar. Tillögur atvinnuveganefndar um niðurfellingu opinbers stuðnings vegna brota á þessum lögum ríma því vel við áherslur stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands.

Það er afstaða samtakanna að ekki eigi á nokkurn hátt að ýta undir illa meðferð á dýrum. Þau fagna allri umræðu og aðgerðum sem stuðla að aukinni dýravelferð.