Beint í efni

Aukaúthlutun úr þróunarfé nautgriparæktar

19.10.2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt. Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, en umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi.

Styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni tengd kennslu, rannsóknum, leiðbeiningum og þróun í nautgriparæk. „Sérstök áhersla verður lögð á loftslagstengd verkefni við úthlutun. Fagráð í nautgriparækt veitir umsögn um allar umsóknir sem berast í þróunarsjóð hennar,“ segir í auglýsingu á vef ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar um styrkina veitir starfsfólk skrifstofu landbúnaðarmála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en senda má fyrirspurnir á netfangið postur@anr.is.