Beint í efni

Aukabúnaðarþing boðað saman

09.11.2016

Stjórn Bændasamtakanna hefur ákveðið að boða til aukabúnaðarþings fimmtudaginn 24. nóvember nk. Tilefnið er breytingar sem gera þarf á samþykktum BÍ vegna innheimtu félagsgjalda. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búgreinafélaga og búnaðarsambanda fyrr í vikunni var ákveðið að fara þessa leið. 

Þingið mun hefjast kl. 11 og standa fram eftir degi en lýkur samdægurs. Í fyrsta sinn verður þingfulltrúum boðið upp á að taka þátt í þingstörfum í gegnum fjarfundarbúnað frá Akureyri. Ekki verður boðið upp á fleiri staði í þetta sinn, en mögulega síðar ef þessi tilraun tekst vel.