
Aukabúgreinaþing Nautgripabænda BÍ
27.01.2023
Fyrr í vikunni var Aukabúgreinaþing Nautgripabænda BÍ haldið í gegnum Teams en þingið var boðað til að taka fyrir breytingar á grein 6.1 í samþykktum Nautgripabænda BÍ.
Eftir miklar og fjörugar umræður var eftirfarandi breyting á grein 6.1 í samþykktum Nautgripabænda BÍ samþykkt:
Stjórn Nautgripabænda BÍ skal skipuð fjórum einstaklingum auk formanns, sem allir skulu kosnir á Búgreinaþingi, formaður til tveggja ára en aðrir stjórnarmenn til eins árs. Fyrst skal kjósa formann, næst 4 fulltrúa í stjórn og loks 3 varamenn. Kosningar skulu vera leynilegar. Stjórn kýs sér varaformann og ritara.
Ef að formaður hættir störfum á tímabilinu, skal varaformaður sitja sem formaður fram að næsta Búgreinaþingi. Þá skal kjósa nýjan formann á næsta Búgreinaþingi eftir að hann hefur látið af störfum, skal formaður kjörinn til eins starfsárs ef meira en eitt starfsár er eftir af kjörtímabili fráfarandi formanns.
Fulltrúar þingsins voru sammála um að núverandi formaður hafi verið kosin til tveggja ára og því skuli á Búgreinaþinginu þann 22. og 23. febrúar kjósa nýjan formann út kjörtímabil fráfarandi formanns eða út næsta starfsár.