Beint í efni

Aukaaðalfundur LK – 3. maí 2023

24.04.2023

Aukaaðalfundur LK, 3. maí 2023

Stjórn Landssambands kúabænda boðar hér með til aukaaðalfundar LK, miðvikudaginn, 3. maí 2023, kl. 10:00 á Teams.

Á aðalfundi LK, sem haldinn var 23. febrúar sl. fórst fyrir að kjósa tvo skoðunarmenn félagsins auk varaskoðunarmanns til eins árs. Aukaaðalfundurinn er því boðaður sérstaklega til þess að kjósa einstaklinga í þessi þrjú embætti.

Fyrir fundinum liggur tillaga að eftirfarandi skoðunarmönnum:

Skoðunarmenn LK til eins árs:

            Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Bryðjuholti

            Páll Jóhannsson, Núpstúni

Varaskoðunarmaður LK til eins árs:

            Haraldur Einarsson, Urriðafossi  

Samkvæmt samþykktum Landssambands kúabænda eru fulltrúar á aðalfund LK þeir sömu og kjörnir eru til setu á Búgreinaþingi Nautgripabænda BÍ sama ár. Um fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi. Hafa því einungis fulltrúar Búgreinaþings 2023 tillögu- og atkvæðisrétt á aukaaðalfundi LK.Auk þeirra hefur stjórn LK málfrelsi og tillögurétt. 

Fundurinn er þó opið öllum félagsmönnum deildarinnar til áheyrnar en óski þeir eftir að sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn. 

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með fundinum miðvikudaginn 3. maí þá má finna hlekk á fundinn hér.