
Auglýst er eftir framboðum til formannskjörs Bændasamtaka Íslands
29.01.2022
Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem teljast fullgildir í samtökunum frá og með 31. desember 2021 geta boðið sig fram til formanns.
Framboðsfrestur er til miðnættis 30. janúar 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@bondi.is
Hver og einn frambjóðandi skal skila ljósmynd og allt að 200 orða kynningartexta með framboði sínu. Efnið verður notað til að kynna framboðið. Frambjóðendum er að auki heimilt að láta fylgja með ferilskrá og senda með hlekki inn á heimasíðu, samfélagsmiðla og annað sem tengist framboði þeirra.
Frambjóðendur skulu gera grein fyrir nafni sínu, kennitölu og búgrein.
Kjörstjórn er skipuð af eftirfarandi aðilum:
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, formaður
Guðrún Birna Brynjarsdóttir
Erla Hjördís Gunnarsdóttir