Beint í efni

Auglýst eftir umsóknum í velferðar- og starfsmenntasjóð

17.11.2022

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í velferðar- og starfsmenntasjóð Bí fyrir árið 2022 en umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2022.

Tilgangur og markmið velferðarsjóðsins er að styðja fjárhagslega við félagsmenn BÍ þegar þeir verða fyrir meiriháttar áföllum í búrekstri sínum, svo sem vegna veikinda og slysa. Tilgangur starfsmenntasjóðs er að efla frumkvæði bænda til að afla sér endur- og starfsmenntunar í þeim tilgangi að styrkja færni sína í að takast á við flóknari viðföng í búrekstri. Fyrirhugaðar eru breytingar á sjóðunum og hvetjum við því öll sem eiga rétt á að sækja í sjóðinn að gera það núna.

Nánari upplýsingar ásamt úthlutanarreglum sjóðanna má finna á vef samtakanna, bondi.is. Umsóknum í velferðarsjóð skal skilað á bondi@bondi.is en í starfsmenntasjóð í gegnum Bændatorgið fyrir 31. desember næstkomandi.

Sjá auglýsingu hér um styrkumsóknir