
Auglýst eftir umsóknum í þróunarfé nautgriparæktar
15.04.2021
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna í nautgriparækt. Um er að ræða umsóknir í þróunarfé nautgriparæktar sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins hafði umsjón með en umsýsla með styrkjunum fluttist um sl. áramót frá Framleiðnisjóði til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Fjármunum til þróunarverkefna er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greinunum svo sem ráðgjafar-, kynningar-, rannsókna- eða tilraunaverkefni sem og, vöruþróunar- og endurmenntunarverkefni. Fagráð í nautgriparækt veitir umsögn um allar umsóknir sem berast í þróunarsjóð greinarinnar.
Umsókn skal skila rafrænt á mínum síðum (eyðublaðavef) Stjórnarráðsins.
Sérstök umsókn er fyrir hverja búgrein þ.e. garðyrkju, nautgriparækt og sauðfjárrækt og umsækjendur eru beðnir að gæta að því.
Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skrifstofu landbúnaðarmála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Senda má fyrirspurnin á tölvupóstfang anr@anr.is