Beint í efni

Auðhumla: Útreikningar á greiðslum fyrir umframmjólk

12.01.2024

Í dag, 12. janúar birti Auðhumla frekari útskýringar á útreikningum fyrir umframmjólk. Tilkynninguna í heild sinni má finna hér að neðan.

Á síðustu vikum ársins voru allmargir mjólkurframleiðendur búnir að fullnýta greiðslumark sitt og farnir að leggja inn umframmjólk, þ.e. mjólk umfram greiðslumark sitt. Afreikningar desembermánaðar eru því margir hverjir uppgjör á greiðslum fyrir umframmjólk og hefur það vafist fyrir sumum hvernig þessum útreikningum er háttað.

Hér skal því reynt að útskýra þessa útreikninga frekar:

Fullt afurðastöðvarverð á tímabilinu 1. okt. til 31. des. var 129,76 kr/l. Grunnurinn að greiðslum fyrir umframmjólk var hins vegar 85 kr/l. en líkt og fyrir mjólk innan greiðslumarks miðast þetta verð við grundvallarmjólk hvað varðar fitu- og próteinprósentur, þ.e. 4,23% fita og 3,40% prótein.

Verð fyrir hverja fitueiningu er 15,3381 kr. miðað við fullt afurðastöðvarsverð – 129,76 kr/l.

Verð fyrir hverja próteineiningu er 19,0824 kr. miðað við fullt afurðastöðvarverð – 129,76 kr/l.

Þar sem greitt er lægra verð fyrir umframmjólk en fullt afurðastöðvarverð lækka þessi einingaverð hlutfallslega miðað við grundvallarverð umframmjólkur – 85 kr/l.

Afreikningurinn er því í grunninn reiknaður þannig:

Fitueiningar = (Lítrar * Fituprósenta) * 100

Fituverð = Fitueiningar * Fitueiningaverð * Umframmjólkurverð / Afurðastöðvaverð

Próteineiningar = Lítrar * Próteinprósenta

Próteinverð = Próteineiningar * Próteineiningaverð * Umframmjólkurverð / Afurðastöðvaverð

Innkaupsverð = (Fituverð + Prótein verð) / Lítrar

Greitt fyrir úrvalsmjólk = Innkaupsverð * prósenta sem er greidd fyrir gæðamjólk (2,0% álag)

Upphæð = Fituverð + Próteinverð + Greitt fyrir úrvalsmjólk

Dæmi:

Mjólkurframleiðandi leggur inn 1.000 lítra af hrámjólk sem uppfyllir skilyrði um úrvalsmjólk. Efnainnihald mjólkurinnar er 4,54% fita og 3,39% prótein.

Útreikningurinn væri þá þannig:

Fitueiningar: (1.000 lítrar * 4,54%) * 100 = 4.540 fitueiningar

Fituverð: ((4.540 fitueiningar * 15,3381 kr/ein) * 85 kr/l.) / 129,76 kr/l.) = 45.615 kr. fyrir fitu.

Próteineiningar: (1.000 lítrar * 3,39%) * 100 = 3.390 próteineiningar

Próteinverð: ((3.390 próteineiningar * 19,0824 kr/ein) * 85 kr/l.) / 129,76 kr/l.) = 42.375 kr. fyrir prótein

Innkaupsverð: (45.615 kr. vegna fitu + 42.375 kr. fyrir prótein) / 1.000 lítrum = 87,99 kr/l. meðalverð á líter

Greitt fyrir úrvalsmjólk: 87,99 kr/l. x 2,0% = 1,76 kr/l. eða 1.000 lítrar * 1,76 kr/l. = 1.760 kr. vegna úvalsmjólkur

Upphæð greiðslu er því:

45.615 kr. vegna fitu + 42.375 kr. vegna próteins +1.760 kr. vegna gæðaálags = 89.750 kr. alls fyrir þessa 1.000 lítra úrvalsmjólkur.