Beint í efni

Auðhumla – Lækkun á umframmjólk og hækkun á flutningskostnaði

08.03.2012

Stjórn Auðhumlu hefur ákveðið verð á umframmjólk frá 1. mars 2012 kr. 42.- fyrir fyrstu 2% af umfram greiðslumark og kr. 36.- fyrir það sem umfram það er. Verð á umframmjólkinni markast helst af heimsmarkaðsverði á undanrennudufti og smjöri sem nú um stundir er um 25% lægra en það varð hæst á árinu 2011, en svipað og það var á sama tíma fyrir ári. Einnig hefur stjórnin ákveðið gjald á mjólkurflutninga frá 1. mars 2012. Félagsmenn greiða kr. 2,90 pr. lítra og utanfélagsmenn greiði kr. 3,50 pr. lítra. Verðið hækkaði síðast í árslok 2009 en sem kunnugt er hefur kostnaður við flutninga hækkað gríðarlega síðan þá.

www.audhumla.is