Beint í efni

Auðhumla hækkar innvigtunargjald á umframmjólk frá 1. desember

24.11.2017

Auðhumla svf. hefur óskað eftir því að eftirfarandi verði komið á framfæri til mjólkurframleiðenda.

„Í Mjólkurpóstinum 4.tbl. 3.árg frá ág/sept í haust var boðuð hækkun á innvigtunargjaldi umframmjólkur ef innvigtun héldi áfram í sama takti og verið hafði.
Innvigtun hefur heldur verið að aukast og því hefur stjórn Auðhumlu svf. ákveðið á fundi sínum þann 23. nóvember 2017 að hækka sérstakt innvigtunargjald af umframmjólk frá 1. desember 2017 í Kr. 40.-„