Áttunda hópferðin á landbúnaðarsýninguna Agrómek hafin
16.01.2005
Áttunda skipulagða hópferðin á landbúnaðarsýninguna Agrómek hófst í morgun, er haldið var til Danmerkur með vél Icelandair. Í dag verður ekið frá Kaupmannahöfn og til Silkiborgar á Jótlandi og verður m.a. farið í dag í heimsókn til slátrara í bænum Gelsted á Fjóni.
Í ferðinni eru að þessu sinni 57 þátttakendur og eru flestir bændur en einnig eru með í för bæði nemendur bændadeildar Landbúnaðarháskólans og ýmsir starfsmenn í landbúnaði hérlendis. Agrómek sýningin sjálf byrjar á morgun og stendur fram á sunnudag.