Beint í efni

Áttunda ferð bænda á landbúnaðarsýninguna í Herning hafin

10.01.2005

Áttunda skipulagða hópferðin á landbúnaðarsýninguna Agrómek hófst í morgun með utanför til Danmerkur. Í ferðinni eru að þessu sinni 57 þátttakendur og eru þar á ferð bæði bændur, nemendur í bændadeild Landbúnaðarháskólans og ýmsir aðrir aðilar sem starfa við þjónustu og ráðgjöf í landbúnaði. Í dag verður ekið frá Kaupmannahöfn til Silkiborgar á Jótlandi og mun hópurinn m.a. heimsækja seinnipartinn sláturhús og kjötvinnslu á leið sinni til Silkiborgar.