ATR Landhandel fyrirhugar kjarnfóðurframleiðslu í Danmörku
12.05.2010
Eftir gjaldþrot danska fóðurfyrirtækisins Aarhusegnens Andel og yfirtöku fóðurfyrirtækjanna DLG og Danish Agro á fyrirtækinu, settu samkeppnisyfirvöld það sem skilyrði að framleiðsluaðstaða og lager Aarhusegnens yrði seld til erlends fyrirtækis. Nú hyggst þýska fyrirtækið ATR Landhandel stofna fóðurverksmiðju í Árósum.
Í stað þess að nýta aðstöðuna sem fyrir er, ætlar ATR að byggja alveg nýja verksmiðju og eru samningaviðræður við sveitarfélagið og höfnina í fullum gangi. Áætlað er að verksmiðjan taki til starfa á næsta ári.
Hér vakna vangaveltur um hvort staða á hérlendum kjarnfóðurmarkaði hefði verið öðru vísi, ef t.d. salan á Bústólpa ehf til Fóðurblöndunnar hf árið 2003 hefði ekki verið heimiluð af yfirvöldum samkeppnismála. Kaldbakur hefði þess í stað verið skikkaður til að selja t.d. erlendum aðilum fyrirtækið?