Beint í efni

Atkvæðaseðlar vegna kosningar um tilraun með NRF farnir af stað!

19.11.2001

Í dag og á morgun munu atkvæðaseðlar berast í pósti þeim kúabændum sem rétt hafa til kosninga um tilraunaáform með NRF-kýr. Alls voru 1639 kosningaseðlar sendir út og er frestur til að skila seðlum 25. nóvember nk.

Ástæða þess að póstkosning varð fyrir valinu er sú að góð reynsla hefur verið af slíkri kosningu meðal bænda og hefur þátttaka yfirleitt verið mjög góð.

 

Atkvæðaseðlar verða taldir föstudaginn 30. nóvember og er gert ráð fyrir að talningu ljúki samdægurs.