Beint í efni

Atkvæðagreiðslu um búvörusamninga lýkur á miðnætti á þriðjudag

21.03.2016

Nú styttist í að atkvæðagreiðslu ljúki á meðal kúa- og sauðfjárbænda um nýja búvörusamninga. Frestur til að greiða atkvæði á netinu rennur út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars. Frestur til að póstleggja pappírskjörseðla rennur út sama dag. Atkvæði verða talin 29. mars.

Símavakt verður hjá BÍ á þriðjudagskvöld. Þeir sem þurfa aðstoð við netkosninguna geta hringt í 563-0396 til miðnættis og leitað aðstoðar ef einhver vandamál koma upp.