
Atkvæðagreiðslu lýkur á morgun!
03.12.2019
Við viljum minna nautgripabændur á að atkvæðagreiðslu um endurskoðun búvörusamninga lýkur kl.12:00 á morgun 4.desember 2019.
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda skrifuðu undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar föstudaginn 25. október síðastliðinn. Markmið samkomulagsins er að stuðla að framþróun og nýsköpun í nautgriparækt. Áhersla er lögð á rannsóknir og menntun ásamt sjálfbærari og umhverfisvænni framleiðslu. Samkomulagið er liður í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 19. febrúar 2016.
Kosningarétt hafa félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem eru jafnframt með virkt bú í skýrsluhaldi fyrir nautgriparækt. Þá hafa félagsmenn í Landssambandi kúabænda einnig kosningarétt.
Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænum hætti og er aðgengileg á vef Bændasamtakanna www.bondi.is. Hún stendur til kl. 12.00 á hádegi þann 4. desember.
Ef kjósandi hefur ekki aðgang að tölvu, skal viðkomandi hafa samband við skrifstofu BÍ í síma 563-0300 og fá leiðbeiningar.
Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is.