Beint í efni

Atkvæðagreiðsla meðal mjólkurframleiðenda

31.01.2019

Bændasamtök Íslands boða hér með til atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðanda á grundvelli gildandi samnings frá 2016 um starfsskilyrði nautgriparæktar milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um hvort að kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið eða ekki frá og með 1. janúar 2021.

Kosningarétt hafa allir mjólkurframleiðendur án tillits til félagsaðildar. Hver innleggjandi hefur eitt atkvæði. Kosningarétt hafa jafnt lögaðilar og einstaklingar. 

Atkvæðagreiðslan mun fara fram með rafrænum hætti og verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna www.bondi.is.

Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá klukkan 12:00 á hádegi þann 11. febrúar 2019 til klukkan 12:00 á hádegi þann 18. febrúar 2019.  

Hægt verður að kanna aðild að kjörskrá í gegnum rafrænan aðgang frá og með 4. febrúar. Allar nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna verður að finna á heimasíðu Bændasamtakanna www.bondi.is.

Í kjörstjórn sitja Elías Blöndal Guðjónsson formaður, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@bondi.is.

                                                                                   /Kjörstjórn

Ítarefni:
- Umfjöllun um atkvæðagreiðsluna og greinar um málið er að finna í Bændablaðinu 31. janúar - sjá pdf

- Sviðsmyndir - samantekt frá BÍ og LK birt í Bændablaðinu 31. janúar

Reglur um atkvæðagreiðslu um hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið frá og með 1. janúar 2021

- Spurt og svarað - pdf-skjal með spurningum og svörum

- Samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 19. feb. 2016