Beint í efni

Athugasemdir vegna dkBúbótar

17.04.2007

Vegna umræðna á aðalfundi LK er rétt að eftirfarandi komi fram:

Ákveðins misskilnings hefur gætt í málflutningi vegna ársreikninga í bókhaldsforritinu dkBúbót.  Ársreikninga er hægt að vinna í dkBúbót frá 1. janúar ár hvert eða fyrr ef því er að skipta. Það er því ekki rétt með farið að slíkt sé hægt í öðrum hugbúnaði en ekki í dkBúbót. Það eina sem þarf til þess að gera ársreikning í dkBúbót er að ljúka bókhaldi ársins og þar stendur ekki á forritinu sem slíku.

Skattframtalsútgáfa dkBúbótar var dreift í 12. viku ársins en stefnt var á að dreifa henni í þeirri 11. Því réði fyrst og fremst breytingar í gagnamóttöku hjá Ríkisskattstjóra en vegna upplýsingaöflunar skattsins um kaupverð hlutabréfa mörg ár aftur í tímann þurftu þeir að breyta mjög miklu í gagnagrunnum sínum, bæði vegna einstaklinga og fyrirtækja.

Þar sem prófun á rafrænum gagnaflutningi á vefskil RSK er ekki möguleg fyrr en þeir eru tilbúnir með vefskil skattframtala er ekki raunhæft að reikna með að fullbúin skattframtalsútgáfa dkBúbótar verði tilbúin til dreifingar fyrr en um 10. mars ár hvert en það skal ítrekað að það er ekkert í forritinu sem hindrar menn í að ljúka bókhaldi ársins fyrr og ganga frá fullbúnum ársreikningi.

 

Með góðri kveðju til kúabænda