Beint í efni

Átak í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts

20.06.2013

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hyggst á næstunni hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf varðandi nautakjötsframleiðslu. Markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna og auka fagmennsku, kjötgæði og framboð. Kanna á rekstrarforsendur og benda á leiðir til úrbóta ásamt því að byggja upp þekkingu og bæta ráðgjöf. Verkefnið er til þriggja ára.

Auglýst hefur verið eftir þátttakendum í verkefnið og er umsóknarfrestur til 1. ágúst nk.

Stefnt er að því að verkefninu verði ýtt úr vör í haust. Miðað er við að þátttakendur hyggist framleiða nautakjöt í nokkru mæli, ýmist sem aðalbúgrein eða samhliða öðrum búgreinum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við RML.

Vefur RML