
Átak hafði áhrif á mjólkurframleiðsluna
10.04.2017
Það muna væntanlega flestir eftir því hvernig ástandið var með mjólkurframleiðslu Evrópusambandslandanna árið 2016 en þá var mikil umframframleiðsla og hrundi afurðastöðvaverðið því samhliða. Til þess að bregðast við þessu ástandi var sérstöku átaksverkefni hleypt af stokkunum síðla árs. Verkefnið gekk út á það að borga þeim kúabændum, sem myndu draga úr framleiðslu sinni miðað við fyrra ár, sérstaka álagsgreiðslu sem byggði á því að þeir fengu greitt sérstakt álag, 16,7 krónur á kílóið, á þá mjólk sem framleidd var.
Kúabændur landanna þurftu að sækja sérstaklega um þennan bónus og fór svo að 44 þúsund bændur sóttu um styrk til þess að draga úr framleiðslu sinni á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Nú er svo búið að birta uppgjör þessa átaksverkefnis og nam samdráttur í framleiðslu þessara 44 kúabúa alls 852 milljónum kílóa miðað við síðasta ársfjórðungi árið 2015. Gera þetta um 20 tonn á hvert bú að jafnaði á þriggja mánaða tímabili, sem bændurnir fengu þá að jafnaði rúmlega 300 þúsund krónur fyrir að framleiða ekki! Eins og áður segir stóð þetta átak yfir á síðasta ársfjórðungi ársins 2016 en annar hluti þessa verkefnis hófst í nóvember og stóð fram í janúar. Ekki hefur verið birt hve mörg bú sóttu um að vera með í þeim hluta/SS.