Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Áströlsk nautakjötsframleiðsla í vexti

13.11.2012

Framtíð ástralskrar nautakjötsframleiðslu er afar björt ef marka má nýja opinbera skýrslu þar í landi. Skýrsluhöfundar telja að virði nautakjötsframleiðslunnar muni aukast jafnt og þétt á komandi árum í takt við eftirspurn frá Asíu. Þannig telja þeir að árið 2025 verði verðmæti framleiðslunnar komið í 10 milljarða ástralskra dollara eða rúmlega 1.300 milljarða íslenskra króna og árið 2050 verði vermæti nautakjötsframleiðslunnar komið í um 15 milljarða ástralskra dollara eða  nærri 2.000 milljarða íslenskra króna. Um verulega aukningu er að ræða frá núverandi stöðu en heildarvelta nautakjötsframleiðslunnar í Ástralíu í dag er talin vera um 8-900 milljarðar íslenskra króna.

 

Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, kynnti sjálf þessa skýrslu og er það til marks um mikilvægi landbúnaðar í Ástralíu að sjálfur forsætisráðherrann tekur að sér kynningu sem þessa. Julia sagði við kynninguna að markaðurinn í Asíu gæti ekki annað en vaxið og það hratt og sem dæmi um það væri talið að í Asíu árið 2025 verði flest miðstéttarfólk heimsins samankomið í einni heimsálfu. Gat hún þess einnig að hún teldi ástralska kúabændur í einstakri stöðu og að þrátt fyrir að í dag væri vægi nautakjötsins ekki nema um 3% af vergri landsframleiðslu þá gerði spá ríkisstjórnarinnar ráð fyrir því að þetta hlutfall fari í 12% árið 2025/SS.