Beint í efni

Áströlsk mjólkurframleiðsla sú næst minnsta í 10 ár

10.06.2011

Mjólkurframleiðslan í Ástralíu var 0,8% meiri í apríl sl. en í sama mánuði á síðasta ári, 12 mánaða framleiðslan jókst sömuleiðis um 0,8%. Því stefnir í að framleiðslan á þessu framleiðsluári (júlí 2010-júní 2011) verði um 9,1 milljarður lítra, sem er það næst minnsta í 10 ár og 20% minna en metið sem sett var árið 2002. Framleiðslan í apríl jókst mest á Tasmaníu, um 11% og 2,2% í Viktoríufylki. Í öllum öðrum fylkjum minnkaði hún, mest í Queensland eða um 11,1%./BHB

Heimild: Dairy Industry Newsletter