Beint í efni

Ástralskt kúakyn vinsælt í S-Afríku

18.06.2013

Hið harðgerða Droughtmaster kúakyn, sem er afar vinsælt í Ástralíu, hefur nú hafi innreið inn í Suður Afríku einnig. Þar í landi hafa kúabændur séð einstaka kosti þessa kyns enda þola gripirnir mikla hita og þurrka betur en aðrir nautgripir.

 

Droughtmaster kynið er flokkað sem meðalstórt holdakyn, frekar lágfætt en með afar góða vöðvabyggingu. Í Suður-Afríku eru evrópsku holdakynin Simmental og Charolais afar vinsæl vegna hreint ótrúlegra kjötsöfnunareiginleika en þau þola hins vegar ekki eins vel miklar breytingar á veðurfari. Þar kemur Droughtmaster kynið sterkt inn í kynblöndun á móti hinum evrópsku sem skilar sér í sterkbyggðum afkvæmum sem henta einstaklega vel fyrir þær aðstæður sem eru í Suður-Afríku/SS.