Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ástralskir kúabændur í hagræðingaraðgerðum

20.06.2017

Ástralska samvinnufélagið Murray Goulburn, sem er stærsta afurðafélag Ástralíu og í eigu 2.200 þarlendra kúabænda, hefur á undanförnu þurft að endurskoða framleiðslumál sín í kjölfar minni innvigtunar mjólkur. Afurðastöðvaverð í Ástralíu er enn mun lægra en víða annarsstaðar og hefur það bitnað beint á innvigtuninni og því var stjórn félagsins ljóst að grípa þurfti til aðgerða. Þá hefur félagið markað sér stefnu í umhverfismálum og við skoðun á svokölluðu kolefnafótspori félagsins kom í ljós að hægt var að gera mun betur en þegar hafði verið gert. Stjórnin tók því þá sársaukafullu ákvörðun um að loka þremur vinnslustöðvum Murray Goulburn en ákvörðunin hefur áhrif á 360 starfsmenn.

Nú þegar í ár verður tveimur vinnslustöðvum lokað, annars vegar í Rochester og hins vegar í Kiewa en báðar þessar vinnslustöðvar eru í Viktoríufylki. Þá verður vinnslustöðinni í Edith Creek í Tasmaníu lokað á næsta ári. Alls er talið að lokun þessara þriggja vinnslustöðva muni skila félaginu 3,0-3,7 milljörðum íslenskra króna í nettó hagnað/SS.