Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ástralskir kúabændur draga úr framleiðslu

25.07.2016

Það er ekki bara í Evrópu sem er mikil framleiðsla á mjólk um þessar mundir heldur einnig mun víðar í heiminum. Í Ástralíu hefur verið afar mikil offramleiðsla undanfarið og illa gengið að ná böndum á framleiðsluna. Afurðastöðvaverð hefur því lækkað verulega og nú eru farin að sjást áhrif þess á framleiðsluna.

 

Nú í vor dróst innvigtunin saman um 5,5% og er nú 12 mánaða framleiðsla mjólkur í Ástralíu 8,92 milljarðar lítra sem er 1,5% minni innvigtun en 12 mánuðina þar á undan. Sé horft til einstakra fylkja landsins hefur mestur samdráttur orðið í Tasmaníu og nam t.d. samdrátturinn þar í maí 13,4% miðað við maí í fyrra. Skýringin er þó að mestu afar erfið veðurfarsskilyrði til mjólkurframleiðslu nú í vor á því svæði. Af hinum fylkjunum fimm hefur orðið samdráttur í Victoriu, Suður-Ástralíu og Nýja Suður Wales. Í bæði Queensland og Vestur-Ástralíu hefur hins vegar orðið auknin í innvigtun undanfarið/SS.