Beint í efni

Ástralskir bændur í miklum útflutningi

20.03.2013

Útflutningsgögn frá Ástralíu draga fram þá staðreynd, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, að kínverski markaðurinn sé í mikilli sókn. Sem dæmi um þetta má nefna að fyrstu sex vikur ársins jókst sala á bæði nauta- og lambakjöti frá Ástralíu til Kína um nærri 50% frá sama tímabili í fyrra. Annars var árið 2012 afar hagstætt fyrir útflutning á nautakjöti frá Ástralíu almennt og sér í lagi til landa Evrópusambandsins.

 

Útflutningur Ástralíu til landa Evrópusambandsins hefur ekki verið meiri í 14 ár og nam alls 15 þúsund tonnum. Evrópski markaðurinn skiptir Ástralska bændur verulega miklu máli enda er skilaverð hvers útflutts tonns um 9.000 ástralskir dollarar á hvert tonn en til samanburðar má geta þess að japanski markaðurinn borgar ekki nema um 4.900 dollara og sá bandaríski um 4.500 ástralska dollara/SS.