Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ástralir stórauka útflutning á lífdýrum

01.09.2015

Ástralskir kúabændur hafa löngum verið stórtækir í útflutningi á lífdýrum, mest til kjötframleiðslu, en nýtt uppgjör fyrir 2014/2015 tímabilið sýnir að mikill vöxtur er í þessari atvinnugrein í landinu. Alls jókst útflutningurinn um 22% frá fyrra samanburðartímabili og jókst verðmæti hinna útfluttu gripa enn meira eða um 29%. Stærsta viðskiptaland ástralskra kúabænda er Indónesía en þangað voru fluttir nærri 750 þúsund nautgripir. Víetnam fékk einnig all nokkrar ástralskar hjarðir en þangað fóru rúmlega 300 þúsund nautgripir á 12 mánaða tímabili.

 

Þrátt fyrir uppganginn þá voru ekki allir markaðir að taka jafn vel við gripum og t.d. féll salan til Kína um 15% og endaði uppgjörsárið með tæplega 80 þúsund gripum sem voru fluttir þangað. Þá dróst einnig saman salan til Malasíu um 4% og til Ísrael um 39% en til þessara tveggja landa fóru þó nærri 120 þúsund nautgripir/SS