
Ástralir hella í sig nýmjólk
10.11.2017
Hina miklu neyslubylgju á mjólkurfitu kannast væntanlega allir nú orðið við en hingað til hefur fyrst og fremst orðið vart við aukna sölu á mjólkurfitu í gengum fituríkar unnar mjólkurvörur en þessi neyslubylgja hefur ekki beint komið víða fram með aukinni sölu á nýmjólk. Þetta er þó tilfellið í Ástralíu en þar hefur nú í fyrsta skipti í langan tíma orðið neysluaukning á nýmjólk, þ.e. mjólk sem ekki er fituskert með nokkrum hætti.
Hlutfall nýmjólkur í Ástralíu er nú 65% af allri ferskri drykkjarmjólk en þetta hlutfall var 55% árið 2012. Uppgjör á sölutölum vegna ársins 2016 sýna vel hver þróunin er í landinu en það ár jókst nýmjólkursalan um 10% en á sama tíma dróst saman sala á fituminni mjólkurdrykkjum um 6%/SS.