Beint í efni

Ástralir ætla að kolefnisjafna alla kjötframleiðslu

12.02.2018

Stærstu hagsmunasamtök ástralskra kjötsframleiðenda sem kallast Meet and Livestock Australia hafa ákveðið að árið 2030 muni öll kjötframleiðsla landsins verða kolefnisjöfnuð, þ.e. kolefnisfótspor framleiðslunnar í heild sinni verði núll. Ef þetta gengur eftir verður Ástralía fyrsta landið í heiminum sem nær þessum árangri samkvæmt þarlendu bændablaði. Þessi áætlun var ákveðin í kjölfar vaxandi þrýstings neytenda á umhverfisvænni framleiðslu á kjöti í landinu.

Í áætlun samtakanna kemur m.a. fram að til þess að ná þessu takmarki verður beitt margskonar aðferðum s.s. með plöntun trjáa, að fjölga sérstakri bjöllutegund sem nýtir skít, bæta beitarstjórn og fóðrun og heimila notkun á sérstöku bóluefni sem dregur úr metangaslosun nautgripa/SS.