Beint í efni

Ástralía opnar fyrir Finnum

17.08.2015

Valio, finnska afurðafélagið sem hefur svo sannarlega fengið að finna fyrir lokun Rússlandsmarkaðar, hefur nú loks fundið vonarglætu fyrir útflutning sinna mjólkurvara en félagið hefur gengið frá samkomulagi við ástralska afurðafélagið MPD Dairy Products. Samningurinn felur í sér að Valio getur flutt út til Ástralíu allt mjólkurduft sem ekki inniheldur mjólkursykur, en Valio er í fremstu röð afurðafélaga í heiminum í vinnslu á slíku mjólkurdufti og raunar á slíkum mjólkurvörum.

 

Það er í raun nýjung hjá Valio að selja frá sér mjólkurduft sem unnið er úr mjólk sem ekki inniheldur mjólkursykur og fyrir vikið getur hið ástralska afurðafélag búið til mjólkurvörur úr duftinu og fengið í raun af því all góðan hagnað/SS.