Beint í efni

Áskorun til stjórnvalda

29.01.2009

Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn LK eftirfarandi ályktun:

 

Stjórn Landssambands kúabænda skorar á stjórnvöld að gera nú þegar þær ráðstafanir sem þarf til að fjármálafyrirtæki í landinu geti veitt atvinnulífinu lífsnauðsynlega fjármagnsfyrirgreiðslu.

Greinargerð:

 Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið síðustu mánuði og þar með hafa skuldir í erlendri mynt hækkað geigvænlega, verðbólga er mikil, og heimsmarkaðsverð mikilvægra aðfanga til mjólkurframleiðslu hefur hækkað óhóflega. Nú er enn spáð stórfelldri hækkun á áburðarverði fyrir komandi vor. Þegar þetta kemur saman er ljóst að rekstrarafkoma kúabænda hefur versnað verulega og greiðslustaðan er í mörgum tilfellum illviðráðanleg, sérstaklega meðan gengi krónunnar er svona veikt. Því er mjög nauðsynlegt fyrir mjólkurframleiðsluna að hafa góðan aðgang að rekstrarlánum á viðunandi kjörum við þessar óvenjulegu og erfiðu aðstæður. Skortur á rekstrarfé getur sett bú sem annars ættu rekstrarmöguleika, í þrot.