
Asfalt gólfefni fyrir fjós loks fáanlegt á Íslandi !
08.09.2003
Í dag fékk fyrirtækið Malbikun KM ehf. tæki og efni til að leggja sk. asfalt á gólf í gripahúsum. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri og hefur þegar fengið á annan tug verkefna við asfaltlögn. Asfalt þykir henta mjög vel þar sem gangsvæði kúa eru, sem og í mjaltabása. Efnið er slitsterkt en um leið mjúkt og passlega stamt. Notkun þess er alþekkt erlendis og hefur verið kunn bændum hérlendis til margra ára, en er nú loks fáanlegt.
Að sögn Kristjáns B. Árnasonar hjá Malbikun KM ehf. er asfaltið sérblandað fyrir íslenska markaðinn og sent hingað forunnið. Efnið er hitað upp að bræðslumarki og lagt þannig heitt á gólfið. Þykkt asfaltsins er um 3 cm.