Ásetningur nautkálfa svipaður milli ára
19.05.2016
Undanfarin tvö ár hefur ásetningur nautkálfa til kjötframleiðslu haldist svipaður, um 11.300 gripir hvort ár, samkvæmt upplýsingum úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar. Í því uppgjöri eru teknir með allir kálfar sem fá númer, en samkvæmt reglugerð um merkingar gripa skulu allir nautgripir einstaklingsmerktir eigi síðar en 20 dögum eftir að þeir komu í heiminn. Það sem af er þessu ári sýnist ásetningurinn vera ívið minni en sömu mánuði í fyrra en mjög svipaður og árið 2014. Þó ber að athuga að eitthvað á eftir að bætast við af kálfum sem fæddir eru í mars sl. frá búum sem ekki hafa skilað skýrslum þar um. Nánar má sjá þróun ásetnings kálfa á myndinni hér að neðan./BHB