Beint í efni

Ásetningur nautkálfa jókst lítillega árið 2010

01.04.2011

Samkvæmt upplýsingum úr skýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands í nautgriparækt, fjölgaði ásettum nautkálfum lítillega milli áranna 2009 og 2010. Samkvæmt gögnunum voru 9.038 nautkálfar settir á til kjötframleiðslu á sl. ári, samanborið við 8.941 árið 2009. Aukningin er 1,1%. Þessi tala getur átt eftir að breytast lítillega til hækkunar, þar sem nokkrir framleiðendur skila skýrslum heldur seinna en æskilegt væri. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá mánaðarlegan ásetning nautkálfa árin 2008 til janúar 2011.

 

Ásetningur nautkálfa, stk. 2008 2009 2010 2011 Breyting ’09-’10
Janúar 756 779 783 807 4
Febrúar 664 652 694 42
Mars 677 710 754 44
Apríl 853 871 798 -73
Maí 828 843 769 -74
Júní 591 648 619 -29
Júlí 471 521 527 6
Ágúst 608 627 611 -16
September 727 773 800 27
Október 839 903 950 47
Nóvember 801 780 877 97
Desember 797 834 856 22
Samtals 8.612 8.941 9.038 97
Breyting milli ára 3,8% 1,1%