Beint í efni

Ásetningur nautkálfa eykst

24.09.2004

Á síðustu mánuðum hefur slátrun kálfa dregist töluvert saman, ef miða er við sömu mánuði í fyrra. Þannig hefur slátrun ungkálfa dregist saman um 8% sl. 12 mánuði miðað við sama tímabil fyrir ári og um 15% ef horft er til síðustu 6 mánuða. Samkvæmt skýrsluhaldi í nautgriparækt nam ásetningur nautkálfa og sala til lífs árið 2003 37%. Það sem af er þessu ári er þetta hlutfall mun hærra, eða 44%. Framangreindar tölur benda því til þess að aukning verði í nautakjötsframleiðslunni árið 2006. Þar sem allir fæddir kálfar eiga nú að vera merktir í sameiginlegan gagnagrunn, má vænta þess að hægt verði að sannreyna framangreindar vísbendingar á næstu misserum.