Beint í efni

Árshátíðarmiðinn í hús?

10.03.2016

Árshátíð Landssambands kúabænda verður laugardaginn 2. apríl, Súlnasal Hótel Sögu og verður hún einstaklega glæsileg í tilefni 30 ára afmælis samtakanna. Hefst árshátíðin með fordrykk kl. 19 og svo tekur við hefðbundið borðhald og fjölbreytt skemmtiatriði en ástæða er til þess að nefna sérstaklega þá félaga Guðna Ágústsson og Ari Eldjárn! Þá verða bæði dans- og söngatriði auk skemmtilegs happdrættis.

 

Dansleikur mun svo standa frám á nótt en það eru Trukkarnir úr Austur-Húnavatnssýslu sem sjá um fjörið! Veislustjóri þessarar stórhátíðar verður enginn annar en sprelligosinn Magnús Sigurðsson frá Hnjúki!

 
Kúabændur, fjölmennum á afmælisárshátíðina okkar og höfum gaman saman. Verð aðeins 7.900 kr. Miðapantanir í síma 460 4477 og herbergjapantanir á Hótel Sögu/SS.