Beint í efni

Árshátíð LK 2007

01.03.2007

Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöldið 14. apríl 2007. Húsið opnar kl. 19 með fordrykk.

 

Matseðill:

Safranlöguð  sjávarréttasúpa með smábrauði

Heilsteiktar nautalundir með fylltum tómat, rjómapiparsósu, kartöfluturni og rótargrænmeti

Súkkulaðifrauðkaka „Truffon“ með ástaraldinsósu, lime og gin-ís

Kaffi & konfekt

 

Veislustjóri er Einar Georg Einarsson.

 

Miðaverð er 4.900 kr. Miðapantanir á lk@naut.is

 

Gisting á Hótel KEA, pantanir í síma 460 2000, þar er einnig hægt að leggja inn miðapantanir.