Beint í efni

Árshátíð Landssambands kúabænda á Hótel Selfossi 24. mars

16.02.2012

Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 24. mars n.k. Miðapantanir eru í síma 460 4477 og er miðaverð 7.000 kr. Herbergjapantanir eru í síma 480 2500 (taka fram að pöntun sé vegna árshátíðar LK). Veislustjóri verður Páll Stefánsson dýralæknir og hljómsveitin Stuðlabandið mun halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.

Forréttur: Humarsúpa með fínsöxuðum skelfiski

Aðalréttur: Hægelduð nautalund með rjómakartöflum, árstíða grænmeti og rauðvínssósu.

Eftirréttur: Frönsk súkkulaðiterta með skógarberjum.

 

Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!

 

Árshátíðarnefnd Félags kúabænda á Suðurlandi