Beint í efni

Árshátíð Landssambands kúabænda 29. mars

12.03.2014

Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin á Hótel Sögu laugardagskvöldið 29. mars n.k. Húsið opnar kl. 19.00. Veislustjóri er Rögnvaldur gáfaði.

 

 

 

Forréttur: Hægeldaður lax, ákavíti marinerað laxatartar, nýpumauk, radísusalat, dillpesto, stökkt hrökkbrauð og öskukrydd

 

Aðalréttur: Prime af lambi og nautafille á beði af grænertu- og myntumauki, úrval af gljáður rótargrænmeti, kartöflur og sósa Bercy

 

Eftirréttur: Súkkulaði chilli mousse og hvítsúkkulaðimousse á hnetubotni, Mohito ís og bláberja mauk.

 

Hljómsveitin Blek og byttur spilar fyrir dansi

 

Miðaverð er 7.500 kr – miðapantanir í síma 460 4477 – gisting í síma 525 9900

 

Vegna mikillar ásóknar í gistirými er árshátíðargestum bent á að hafa hraðar hendur við að panta gistingu á Hótel Sögu!