Beint í efni

Árshátíð Landssambands kúabænda 23. mars

01.03.2013

Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum laugardagskvöldið 23. mars n.k. Miðapantanir eru í síma 460 4477 og panta má gistingu í síma 471 1500 eða á herad@icehotels.is. Miðaverð er 7.500 kr. Veislustjóri er Óskar Pétursson. Hljómsveitin G-strengurinn spilar fyrir dansi.

 

Matseðill

 

Forréttur: Grafinn þorskur

 

Aðalréttur: Eldsteikt nautafille með ferskum kryddjurtum, steiktum kartöflum og púrtvínsbættri piparsósu

 

Eftirréttur: Ís og ferskir ávextir grand marnier

 

Gestir af Vestur- og Suðurlandi geta nýtt sér tilboð Flugfélags Íslands á leiðinni Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík, kr. 25.950. Greiða þarf við bókun. Skráning er í síma 570 3075 eða á hopadeild@flugfelag.is Hópadeildin er opin alla virka daga milli kl. 9.00 og 16.00. Taka þarf fram að bókunin sé vegna árshátíðar Landssambands kúabænda. Breytingar/afbókunargjald er 1.500 kr pr. fluglegg. Hægt er að afbóka með 24 klst fyrirvara fyrir brottför./BHB