Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt í dag
18.03.2005
Í dag verður haldinn opinn bændafundur á Hvanneyri í tengslum við ársfund Fagráðs í nautgriparækt. LK hvetur alla kúabændur, ráðunauta og dýralækna, ásamt öllum áhugasömum um íslenska nautgriparækt til að mæta á fundinn sem hefst kl. 13.30. Á dagskrá fundarins eru fjögur áhugaverð erindi:
1. Landbúnaðarháskóli Íslands og nautgriparæktin.
Ágúst Sigurðsson, rektor LBH
2. Áherslur í rannsókna- og þróunarstarfi í nautgriparækt næstu ár
Þórólfur Sveinsson, formaður Fagráðs og LK
3. Reyndu nautin úr nautaárgangi frá 1998 koma til notkunar
Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur BÍ
4. Fyrstu niðurstöður úr mælingum á lausum fitusýrum í íslenskri mjólk
Torfi Jóhannesson, lektor við LBH
Eftir framsögur verða umræður um þær og einnig önnur atriði s.s. tillögur Vinnuhóps fagráðs í nautgriparækt um breytta útgáfutíðni á Nautaskránni, tillögur hópsins um breytt kynbótamat ofl.
Þess má geta að allar stofnanir sem koma að Fagráði í nautgriparækt leggja fram ársskýrslur á fundinum til upplýsinga um störf þeirra í þágu íslenskrar nautgriparæktar árið 2004.
Fundarstaður er mötuneyti LBH.